Háskóli Íslands

Hið opinbera getur ekki valið ávöxtunarkröfu eftir geðþótta

Miklu munar frá einu landi til annars á því hvað stjórnvöld krefjast mikillar ávöxtunar af opinberum fjárfestingum. En á  málstofu í Ingjaldsstofu 24. október færði Ragnar Árnason rök að því að stjórnvöld eða aðrir gætu ekki valið ávöxtunarkröfu að vild. Ávöxtunarkrafan yrði að vera jöfn ávöxtun af besta fjárfestingarkosti sem til greina kæmi í hagkerfinu. Í hagkerfi með tveim geirum yrði fjárfesting í öðrum geiranum að minnsta kosti að gefa jafnmikla ávöxtun og fjárfesting í hinum geiranum til þess að hægt væri að réttlæta hana. Ragnar taldi líklegt að ávöxtunarkrafa lækkaði eftir því sem fjármunir söfnuðust upp í hagkerfinu. Jafnframt breyttist hún með hagsveiflunni – á toppi hagsveiflunnar yrði allajafna að fara fram á meiri ávöxtun en ella. Fyrirlestrarglærur Ragnars má finna hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is